1.10.2013 | 01:27
SKIPSFLAUTUR DREPA NÚ ENGANN!!
Þegar að ég heyri í skipsflautum þá minna þær mig á gamla góða daga, þegar að ég var í siglingum og við þurftum að standa vaktina upp í brú á gamla góða og fallega FLAGGSKIPI ÍSLENDINGA MS. GULLFOSSI!! Þegar við notuðum flauturnar var kannski mikil þoka eða einhver leiðinda suddi, og við vorum skyldugir til að láta vita af okkur á þennan hátt!! Eða þá að við vorum að heilsa eða kveðja!!
Enn þær minna líka á erfiða tíma eins og þegar að MS. GULLFOSS var seldur,(GEFINN!!!) Já það var til skammar hvernig stjórn Eimskipafélagsins hagaði sér þá, selja(gefa!!) þetta fallega skip fyrir örfá þúsund dollara?? Í staðinn fyrir að leyfa honum að liggja þá bara við bryggju og þjóna sem hótel eða eitthvað slíkt!! Hann myndi aldeilis sóma sér vel á Sjóminjasafninu eins og Óðinn-Magni og fl góðir í dag!!! Og ekki nóg með það þessir svokölluðu kaupendur vissu ekkert hvernig þeir áttu að hugsa um skipið og misstu það stuttu eftir að þeir fengu hann í hendurnar á botninn í höfninni þar sem hann lá,fyrir "böl......" klaufaskap!!!! Það var grátlegt að frétta það!! nú aftur að því þegar að siglt var út úr Reykjavíkurhöfn í síðasta sinn á haustkvöldi 1973, eftir 23 ára góða og yndislega þjónustu, þá voru flauturnar þeyttar í kveðjuskyni og önnur skip í höfninni tóku öll undir, þá var líf og fjör í gömlu höfninni, og alltaf gaman þegar að við vorum að koma heim, og á móti okkur tók full bryggja af fólki veifandi og brosandi, þá var gaman að vera í endunum að framan og nánast geta tekið í hendurnar á fólkinu sem var að taka á móti okkur, eða réttara sagt þeim farþegum sem það þekkti, þá var gaman að vera til!!! Hvort sem við vorum að koma eða fara!! Og fyrst ég er nú byrjaður að skrifa um þetta fallega skip, að þá er ein ferð eiginlega ógleymanleg, mig minnir í ágúst 1971 þá fórum við hringferð um Ísland með eldri borgara, og það var nú aldeilis fjör bæði um borð og á hverjum þeim stað sem við komum á, byrjuðum á Ísafirði, síðan var það Akureyri-Seyðisfjörður og svo Vestmannaeyjar, og á öllum stöðum voru bryggjurnar sneisafullar af fólki og gleðin og hamingjan við völd bæði um borð og upp á bryggjunum, ég man sérstaklega eftir því þegar að við komum til Vestmannaeyja þá var nú bara allir íbúar bæjarins komnir niður á bryggju að taka á móti okkur, og voru þá heldur betur þeyttar skipsflautur og á móti fengum við bílflautukór Vestmannaeyinga þá var nú aldeilis fjör og gaman að vera til eða svona jáaá.....þetta var um helgi!!! Við strákarnir í áhöfninni vorum jú jú glaðir, enn hefðum verð enn glaðari ef að þetta hefði verið helgina á eftir, því þá var ÞJÓÐHÁTÍÐ VESTMANNAEYINGA, hvar haldið þið að við hefðum verið þá............................ Enn svona var þetta, og ekki vissi nokkur maður að þegar við kæmum næst til Vestmannaeyja, þá kæmum við sem Björgunarskip 1973!! Lágum úti fyrir eyjunum í góðan tíma, gátum ekki siglt inn því okkar góði Gullfoss risti svo djúpt að það var enginn sjens tekinn á því að fara að stranda honum í innsiglingunni því það hafði rignt mörg hundruð sennilega þúsundum tonna af vikri og innsiglingin hafði grynnst svo mikið, og við fengum heldur betur að finna fyrir því þó svo að við lægjum ekki alveg upp í harða grjóti, þegar að sprengirnar komu þá rigndi yfir okkur ösku og vikri svo við höfðum varla undan að moka og moka í sjóinn, já mokið já mokið meiri (snjó) Vikri og Ösku!! Þetta myndi okkur á snjómoksturs lagið góða!!!!!Enn sprengingarnar voru svo svakalegar þó eins og ég sagði að við lægjum þó nokkuð frá eyjunum þá skalf og nötraði dallurinn stafnana á milli og það var sko ekkert smávegis!!!!! Jæja nú er ég sjálfsagt kominn langt út fyrir hið raunverulega efni sem bloggið á og átti að snúast um, þ.e.a.s. SKIPSFLAUTU HÁVAÐA!!! Ég vona að mér verði fyrirgefið það og allt þetta sem kom bara upp í hugann þegar að ég byrjaðiiiiiiii!!!!
Enn ég er nokkuð viss um að það eru margir mér sammála í þessu máli, allavega þeir sem muna þessa gömlu góðu daga og ég tala nú ekki um okkar stórglæsilega MS. GULLFOSS þeirra tíma!!!!!
Skipsflautur þeyttar í Reykjavíkurhöfn | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
33 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.