1.10.2013 | 02:07
EKKI MÁ FÓLK ORÐIÐ VIÐ MIKLU............??????
Já ég segi það nú að ekki má blessað fólkið við miklu í dag, það er af sem áður var þegar að hátt flaut í skipsflautum voru daglegt brauð og enginn kippti sér upp við slíkt!! Og þeir segja að eldri kona hafi talið að um neyðarflautur almannavarna væri að ræða, ég hefði nú talið víst að fólk sem væri komið á besta aldur myndi þekkja greinilega muninn á skipsflautum og neyðarflautum almannavarna, en svo virðist ekki vera samkvæmt fréttinni??
Kannski að þetta sé vegna þess að nú heyrir fólk aldrei flaut frá skipunum í höfninni í miðborg Reykjavíkur, ekki einu sinni á miðnætti á gamlárskvöld, það væri nú kannski ekki óvitlaust að taka þann sið upp aftur, enn því miður þá eru skipin orðin svo fá sem liggja við bryggju í gömlu höfninni að þetta gæti orðið erfitt, og þó það mætti nota okkar nýjasta varðskip Þór í það að flauta sem best hann gæti, er hann ekki hvort sem er alltaf bundinn við bryggju?? Laumuleg tillaga!!!!Enn það er líka spurning hvort einhver tæki eftir því þá???
Hávaðinn stafaði af eldvarnarkerfi Þórs | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
33 dagar til jóla
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hefði haldið að skip frá Áhaldaleigu Georgs Lárussonar sem búið er að leggja myndi ekki gefa frá sér mikil hljóð...
Hvumpinn, 1.10.2013 kl. 04:16
Mikið assgoti var þetta kvikindisleg athugasemd - og þó réttmæt . Ég gat ekki að mér gert að skella uppúr! Annars fór um mig smáfiðringur í gærkvöldi þegar - á svipuðum tíma og flautið gall vesturfrá - læddist stór slökkvibíll með bláljósum um Ártúnshöfðann neðanverðan og endaði loks inni á lóð hjá Ísaga. Ég segi læddist, því þeir virtust ekki vera á hraðferð þó bláljósin blikkuðu. Kannski voru þeir eitthvað að villast vegna skipsflautanna. Í ljósi brunans hjá Ísaga hér forðum á Rauðarárstígnum greip maður fastar um húfuna og hraðaði sér í burtu....
Ég sakna skipsflautanna á gamlárskvöld vestur á Ísafirði. Ég sakna hins vegar ekki flautuprófana Almannavarna því á þeim stað var brúkuð útkallsflauta slökkviliðsins, staðsett aðeins nokkra metra frá húsinu heima. Einstaka húmoristi í áfengisleit átti það til að nóttu að taka leiðbeiningar flautunnar bókstaflega: "Í neyð, brjótið glerið og þrýstið á hnappinn"
Gunnar Th (IP-tala skráð) 1.10.2013 kl. 08:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.